Létust við prófun á eldflaugarhreyfli

Eldflaugatilraunir eru aðallega stundaðar á herstöðinni og varð slysið við …
Eldflaugatilraunir eru aðallega stundaðar á herstöðinni og varð slysið við prófun á eldflaugarhreyfli. AFP

Tveir létust í sprengingu á prófunarstöð rússneska sjóliðshersins í norðurhluta Rússlands í dag. Eldflaugatilraunir eru aðallega stundaðar á herstöðinni og varð slysið við prófun á eldflaugarhreyfli. 

Hinir látnu voru sérfræðingar sem störfuðu á prófunarstöðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. 

Sex slösuðust í sprengingunni, ýmist hermenn eða sérfræðingar sem störfuðu við prófunarstöðina. Geislavirk eða önnur skaðleg efni losnuðu í andrúmsloftið af sprengingunni, að sögn rússneskra yfirvalda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert