Placido Domingo ákaft fagnað

Placido Domingo í Salzburg í dag.
Placido Domingo í Salzburg í dag. AFP

Óperusöngvarinn Placido Domingo fékk afar góð viðbrögð áhorfenda í Salsburg í kvöld þar sem áhorfendur stóðu upp og fögnuðu að lokinni sýningu. Þetta er fyrsta skiptið sem Domingo kemur fram opinberlega síðan hann var sakaður um að hafa áreitt konur kynferðislega.

AFP-fréttastofan vísar í umfjöllun austurríska dagblaðsins Kleine Zeitung en Domingo söng í óperu Giuseppe Verdi, Luisa Miller, á árlegri tónlistarhátíð í Austurríki.

AP-frétta­veit­an grein­di frá ásök­un­um kvenn­anna fyrr í mánuðinum. Rætt var við átta söng­kon­ur og einn dans­ara sem saka Dom­ingo um áreitni. At­vik­in sem um ræðir áttu sér stað yfir um þriggja ára­tuga skeið, allt frá upp­hafi ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. Seg­ir AP hegðun söngv­ar­ans hafa verið vel þekkt leynd­ar­mál inn­an óperu­heims­ins.

Í kjölfar ásakana kvennanna hætti Philadelphia Orchestra Association við að fá Domingo til að koma fram á tónleikum 18. september.

Placido Domingo eftir flutninginn á Luisa Miller í Salzburg í …
Placido Domingo eftir flutninginn á Luisa Miller í Salzburg í dag. AFP
mbl.is