Þrír látnir í fjölskylduharmleik

Árásin átti sér stað í íbúðarhúsnæði í borginni Dodrecht í …
Árásin átti sér stað í íbúðarhúsnæði í borginni Dodrecht í suðurhluta Hollands. Ljósmynd/Twitter

Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir skotárás á heimili í suðurhluta hollensku borgarinnar Dodrecht, um 25 kílómetra suðvestur af Rotterdam. Hollenska lögreglan segir að um fjölskylduharmleik sé að ræða. 

Árásarmaðurinn er lögreglumaður og svipti hann sig lífi eftir að hafa skotið tvo úr fjölskyldunni, að því er De Telegraaf greinir frá. Sá fjórði úr fjölskyldunni er alvarlega særður. 

Rannsókn lögreglu stendur yfir en hún veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.


mbl.is