Leitað á heimilum stjórnarandstæðinga

AFP

Rússneska lögreglan gerði húsleit á tugum heimila stjórnarandstæðinga í morgun. Að sögn Leonids Volkovs, náins aðstoðarmanns leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexeis Navalnís, var leitað á rúmlega 80 heimilum í 29 borgum og bæjum. Bæði var leitað á skrifstofum sem og heimilum stjórnarandstæðinga. 

Rannsóknarlögreglan hóf rannsókn á því í ágúst hvort samtök Navalnís, FBK, sem berjast gegn spillingu, hefðu gerst sek um peningaþvætti.

mbl.is