Johnson og Juncker funda í dag

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, mun eiga fund með Jean-Clau­de Juncker, frá­far­andi for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í Lúxemborg síðar í dag en sex vikur eru þangað til Bretar yfirgefa Evrópusambandið.

Johnson telur líkur á að hægt verði að ná samkomulagi fyrir þann tíma. Um helgina líkti hann sér og Bretlandi við ofurhetjuna Hulk og að styrkur Breta mundi hjálpa þeim við að losna úr höftum Evrópusambandsins.

Juncker og Johnson munu snæða saman í hádeginu en samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneyti Breta er fundurinn í Lúxemborg hluti af ferlinu við að komast að samkomulagi við ESB um útgöngu. 

mbl.is