Fórnarlömbin fá 100 milljarða í bætur

Mandala Bay hótelið í Las Vegas er í eigu MGM …
Mandala Bay hótelið í Las Vegas er í eigu MGM Resorts, en árásarmaður skaut 58 til bana úr hótelherbergi sínu 1. október 2017. AFP

Fyrirtækið MGM Resorts hefur komist að samkomulagi við fórnarlömb skotárásarinnar sem framkvæmd var frá hóteli þeirra í Las Vegas í október 2017 um bótagreiðslu upp á allt að 800 milljónir Bandaríkjadala, eða jafnvirði tæðlega 100 milljarða króna.

Árásarmaðurinn kom sér fyrir á hótelherbergi á 32. hæð hótelsins Mandala Bay, sem er í eigu MGM Resorts, þennan örlagaríka dag og hóf skotárás á gesti tónlistarhátíðar sem fram fór á svæði sem einnig er í eigu MGM Resorts skammt frá.

Á tíu mínútum lágu 58 í valnum og hundruð slösuðust áður en árásarmaðurinn tók eigið líf.

Skotárásin var sú mannskæðasta sem framkvæmd hefur verið af einni manneskju í sögu Bandaríkjanna og varð til þess að skotvopnalögum var breytt og búnaður til þess að hálf­sjálf­virk­ir hríðskotariffl­ar virki eins og sjálf­virk­ir var bannaður.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/05/03/innras_logreglu_i_svitu_paddocks/

„Þó að ekkert geti fært okkur ástvini okkar aftur eða afturkallað þann hrylling sem svo margir gengu í gegnum þennan dag mun samkomulagið veita þúsundum fórnarlamba og fjölskyldum þeirra sanngjarnar bætur,“ segir lögmaður fórnarlambanna.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert