Stunduðu árásir með hjálp CIA sem jafnast á við stríðsglæpi

Bandarískir hermenn í Afganistan. Mynd úr safni.
Bandarískir hermenn í Afganistan. Mynd úr safni. AFP

Afganskar árásasveitir hafa á síðustu tveimur árum framið ofbeldi sem jafnast á við stríðsglæpi með stuðningi bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Þetta leiðir ný skýrsla sem kom út í dag í ljós. Mannréttindavaktin, HRW, fullyrðir að hermenn hafi framið skyndilegar aftökur og sýnt af sér aðra alvarlega misnotkun á valdi.

Í því felist m.a. morð, mannrán og árásir á heilsugæslustöðvar. Breska ríkisútvarpið, BBC , greinir frá þessu en fréttastofan hefur leitað eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum í Afganistan.

Bæði Sameinuðu þjóðirnar og New York Times hafa áður varpað fram ásökunum um misnotkun afganskra árásarliða á valdi sínu. Þessi nýjasta skýrsla kemur í kjölfar þess að friðarviðræður Bandaríkjanna og talibana runnu út í sandinn í september.

„Þeir hafa skotið marga á þennan hátt“

Skýrsla HRW er byggð á viðtölum við tugi heimamanna og vitna að áhlaupum og árásum um allt Afganistan sem og viðtölum við mannréttindahópa á svæðinu. Titill skýrslunnar er: „Þeir hafa skotið marga á þennan hátt: Ofbeldisfullar næturárásir af hálfu CIA með stuðningi afganskra árásasveita“.

Skýrslan fjallar ítarlega um fjórtán tilfelli frá síðla árs 2017 til miðs árs 2019 þar sem CIA studdi afganskar árásasveitir í meintum ofbeldisverkum.

Árásasveitirnar gerðu næturáhlaup þar sem þeir drógu fólk af heimilum sínum án fyrirvara. Eru sveitirnar sakaðar um að hafa beint árásum sérstaklega að heilbrigðisstarfsfólki sem meðhöndlaði herskáa menn á svæðum sem voru annað hvort á stjórn talibana eða deilt var um. Í stuttu máli segir skýrslan að sveitirnar hafi tekið fólk sem þær voru með í haldi af lífi eða látið það hverfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina