Ævintýralegur flótti fanga

Jonathan Salazar og Santos Samuel Fonseca flúðu úr sýslufangelsinu í …
Jonathan Salazar og Santos Samuel Fonseca flúðu úr sýslufangelsinu í Monterey á sunnudag. Facebook-síða Monterey County Sheriff's Office

Bandaríska lögreglan hefur birt myndir af því hvernig tveimur dæmdum morðingjum tókst að brjótast út úr fangelsi með ótrúlegum hætti í Kaliforníu.

Santos Samuel Fonseca, sem er 21 árs, og Jonathan Salazar, sem er tvítugur, skriðu í gegnum 55 cm stórt op sem þeir skáru í loft á klósetti í fangelsi borgarinnar Salinas, sem er suður af San Francisco. Lögreglustjórinn í Monterey-sýslu, Jonathan Thornburg, segir að tvímenningarnir hafi uppgötvað og nýtt sér blindan blett í eftirlitskerfi í fangelsinu.

„Við erum ósátt við að það er fólk sem er ákært fyrir morð sem ekki er lengur í fangelsinu okkar,“ segirThornburg, samkvæmt frétt BBC.

Monterey County Sheriff

Mannanna er leitað en talið er að þeir séu vopnaðir og hættulegir. Lögreglustjóraembættið hefur heitið hverjum þeim sem geti veitt upplýsingar um hvar þeir eru 5 þúsund Bandaríkjadölum, eða rúmum 620 þúsund krónum.

Mennirnir voru báðir handteknir í fyrra og ákærðir en Fonseca er sakaður um að hafa myrt Lorenzo Gomez Acosta, 37 ára, og Ernesto Garcia Cruz, 27 ára, í júní 2018. Fjórir dagar liðu á milli morðanna. Salazar er ákærður fyrir að hafa skotið Jaime Martinez, 20 ára, til bana í október 2017. Báðir neituðu sök. 

Monterey County Sheriff

Fangarnir boruðu gat í loft klósettsins á stað þar sem fangaverðir gátu ekki fylgst með þeim. Gatið var nægjanlega vítt til þess að Fonseca og Salazar gátu troðið sér þar í gegn en þeir eru báðir 170 cm á hæð. Þannig komust þeir inn á lagnasvæði sem þeir gátu skriðið í gegnum. Það er synd að segja að þarna sé vítt til veggja því á hluta leiðarinnar er breiddin aðeins 28 cm. Þaðan komust þeir út í gegnum hlera á bakhlið á fangelsinu þar sem engin öryggisgirðing er. 

Monterey County Sheriff
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert