Tveir látnir í slagviðri í Frakklandi

Tveir eru látnir og að minnsti kosti eins er saknað eftir að mikið úrhelli gerði í suðurhluta Frakklands. Umfangsmikil flóð fylgdu úrkomunni en þau eru í rénun að sögn yfirvalda.

Flóðin hrifu með sér bíla og breyttu vegum í ár. Einn fannst látinn í þorpinu Le Muy og í þorpinu Cabasse fannst karlmaður á sextugsaldri látinn í bíl sínum. Karlmanns á áttræðisaldri er saknað í þorpinu Saint-Antonin-du-Var en hann fór af heimili sínu í nótt í úrhellisrigningu. 

4.500 heimili eru án rafmagns vegna slagviðrisins, sem hefur einnig haft áhrif á samgöngur. 

Umfangsmikil flóð í kjölfar úrhellisrigningar í suðurhluta Frakklands breyttu vegum …
Umfangsmikil flóð í kjölfar úrhellisrigningar í suðurhluta Frakklands breyttu vegum í ám og íbúar gripu til ýmissa ráða til að komast á milli staða. AFP

Jean-Luc Videlaine, talsmaður héraðsstjórnar í Var, segir í samtali við AFP að úrkoman síðustu daga sé „söguleg“ og að tjónið sé verulegt. Á sumum stöðum rigndi jafn mikið á einum til tveimur sólarhringum og gerir alla jafna á tveimur til þremur mánuðum. 

Jean-Pierre Hameau, veðurfræðingur á Veðurstofu Frakklands, varar við því að tengja slagviðrið við loftslagsbreytingar og segir hann slagviðri líkt og það sem gekk yfir svæðið sé frekar algengt. 

4.500 heimili eru án rafmagns vegna slagviðrisins, sem hefur einnig …
4.500 heimili eru án rafmagns vegna slagviðrisins, sem hefur einnig haft áhrif á samgöngur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert