Grunaður um að hafa hent konu fyrir lest

mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Maður er í haldi sænsku lögreglunnar grunaður um að hafa hent konu fyrir lest á aðaljárnbrautarstöðinni í Lundi í gærkvöldi. Konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi en að sögn varðstjóra í lögreglunni, Magnus Lefèvre, hefur hann ekki nákvæmar upplýsingar um áverka hennar. 

Samkvæmt frétt á vef sænska ríkissjónvarpsins, SVT, var maðurinn handtekinn síðar um kvöldið og í nótt hefur lögreglan unnið að tæknirannsókn á vettvangi. 

Upplýsingafulltrúi lögreglunnar, Calle Persson, segir að vitni hafi lýst manninum og eins hafi atvikið náðst á upptökur öryggismyndavéla. 

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert