Einn látinn í skotárás í Stenhagen

Sænska lögreglan skoðar hvort skotárás í bænum Stenhagen þar sem …
Sænska lögreglan skoðar hvort skotárás í bænum Stenhagen þar sem einn lést tengist tveimur öðrum árásum í Uppsala um helgina. Mynd úr safni. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Einn er látinn og annar alvarlega særður eftir skotárás í sænska bænum Stenhagen, skammt frá Uppsala, í gærkvöld. Lögregla og viðbragðsaðilar voru kölluð á vettvang um klukkan hálftólf að staðartíma þegar tilkynningar bárust um skothríð. 

Mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, fundust inni í bíl útataðir blóði og voru þeir fluttir á sjúkrahús þar sem annar þeirra lést. Hinn er ekki í lífshættu, að því er SVT greinir frá. 

Tæknideild lögreglu rannsakaði vettvanginn í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar. Lögreglan útilokar ekki að árásin tengist skotárás í íbúðahúsi í Uppsala á föstudag eða árás sem varð síðar í nótt þegar maður á fertugsaldri var stunginn með hníf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert