Landamæri að Ítalíu áfram opin

Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, eftir fundinn síðdegis.
Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, eftir fundinn síðdegis. AFP

Ítalir og nágrannar þeirra hafa ákveðið að halda landamærum að Ítalíu opnum þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 þar í landi. Var þetta ákveðið á fundi heilbrigðisráðherra Ítalíu, Austurríkis, Króatíu, Frakklands, Þýskalands, Slóveníu og Sviss í dag.

Sjö eru látnir úr kórónuveirunni COVID-19 á Ítalíu en alls eru 283 smitaðir.

Smitin eru ekki lengur eingöngu bundin við tvö héruð í norðurhluta landsins en í dag var staðfest að tveir hafi greinst smitaðir í Tosk­ana og eitt til­vik er staðfest á Sikiley.

For­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, Giu­seppe Conte, seg­ir að ástæðuna fyr­ir því hversu hratt sjúk­dóm­ur­inn breiðist út megi rekja til lé­legr­ar stjórn­un­ar sjúkra­húss á Norður-Ítal­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert