Skotárás í bruggverksmiðju í Milwaukee

Byssumaður hóf skothríð í bruggverksmiðju í Milwaukee í Bandaríkjunum um …
Byssumaður hóf skothríð í bruggverksmiðju í Milwaukee í Bandaríkjunum um miðjan dag í dag. Ljósmynd/Twitter

Að minnsta kosti sex eru látnir í skotárás við bruggverksmiðju við iðnaðarhverfi í borginni Milwaukee í Bandaríkjunum. Talið er að fleiri séu látnir. 

USA Today segir sjö látna, byssumanninn þar á meðal. 

Lögregla hefur beðið fólk að vera ekki á ferli á svæðinu og búið er að loka skólum á meðan lögregla athafnar sig á vettvangi. 

Starfsmönnum bruggverksmiðjunnar Molsons Coors barst tölvupóstur um að byssumaður væri í byggingu verksmiðjunnar og þeir beðnir um að halda kyrru fyrir.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert