Grikkir fá 700 milljónir evra

För tugþúsunda flóttamanna hefur verið stöðvuð á landamærum Tyrklands og …
För tugþúsunda flóttamanna hefur verið stöðvuð á landamærum Tyrklands og Grikklands síðan á föstudag. AFP

Evrópusambandið hefur samþykkt 700 milljóna evra fjárveitingu til Grikklands til þess að þeir geti tekið við þeim þúsundum flóttamanna sem nú reyna að komast til Grikklands frá Tyrklandi eftir að Tyrkir opnuðu landamæri sín.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Everópusambandsins, segir fjárveitinguna sýna að mikil samstaða sé um flóttamannavandann innan Evrópu og að Evrópusambandið styðji Grikkland, sem sé skjöldur Evrópu.

Mikilvægast segir hún að tryggja stjórn á landamærum Tyrklands og Grikklands.

Recep Erdogan, forseti Tyrklands, opnaði landamæri Tyrklands á föstudag og hefur verið harðorður í garð Evrópusambandsins og segir sambandið aldrei hafa staðið við sinn hluta samningsins sem miðaði að því að draga úr straumi flóttafólks frá Sýrlandi til Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert