Faðir Boris sækir um franskt ríkisfang

Stanley Johnson.
Stanley Johnson. AFP

Faðir Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, hefur sótt um franskan ríkisborgararétt í viðleitni sinni til að halda réttindum sínum sem borgari Evrópusambandsins eftir að Bretland gekk úr sambandinu.

Frá þessu greinir systir Boris, Rachel Johnson, í nýrri bók sinni, Rake's Progress. Rachel er sjálf einarður Evrópusinni en hún gekk til liðs við Frjálslynda demókrata árið 2017 vegna ósættis með stefnu Íhaldsflokksins í útgöngumálum.

Stanley Johnson, faðir Boris, er fyrrverandi Evrópuþingmaður Íhaldsflokksins en hann kaus gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016. Í bókinni kemur fram að móðir hans hafi fæðst í Versölum í Frakklandi og á því byggi hann umsókn sína. „Þetta eru góðar fréttir, því þá gæti ég orðið frönsk líka,“ segir Rachel Johnson.

Sunday Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert