Tveir Norðmenn duttu í lukkupottinn

Tveir hlutu annan vinning í Víkingalottóinu í kvöld og fá þeir í sinn hlut um 70 milljónir króna að launum.

Vinningsmiðarnir voru báðir keyptir í Noregi.

Fyrsti vinningur gekk ekki út en þar voru 2,1 milljarðar króna í pottinum.

Einn hlaut þriðja vinning og fær í sinn hlut 1,6 milljónir króna. 

Þrír hér á landi hlutu fjór­ar rétt­ar Jóker­töl­ur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krón­ur í vas­ann. 

Vinn­ingstöl­ur kvölds­ins: 3-5-7-8-17-31

Vík­inga­tal­an: 7

Jóker­töl­urn­ar: 7-7-1-6-1

mbl.is