Flúði ekki í neðanjarðarbyrgið

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Á föstudag bárust fréttir af því að Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefði ásamt fjölskyldu sinni verið fluttur í neðanjarðarbyrgi Hvíta hússins. Í frétt CNN um málið kom fram að flutningurinn hefði verið tilkominn vegna neyðarstigs sem skapaðist sökum mótmæla utan við húsið.

Í kjölfarið var forsetinn gagnrýndur töluvert og var hann sakaður um að flýja af hólmi þegar á reyndi. Í viðtali við Brian Kilmeade á útvarpsstöð Fox News í gær gaf Trump í fyrsta sinn út hvað virkilega hefði farið fram þennan dag. Var það ekki í samræmi við það sem áður hafði komið fram.

„Þetta var rangur fréttaflutningur. Vissulega er rétt að ég hafi farið niður í byrgið. Það var þó gert yfir daginn en ekki þegar mótmælin áttu sér stað. Ég hef nokkrum sinnum farið þarna niður og í þetta sinn var það einungis til að kanna aðstæður,“ sagði Trump í viðtalinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert