Rússar að missa trú á Pútín

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur verið vinsælli.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur verið vinsælli. AFP

Alls lét­ust 134 af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Rússlandi síðasta sól­ar­hring­inn og nýskráð staðfest smit á sama tíma voru 8.984. 

Alls eru 5.859 látn­ir af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Rússlandi og staðfest smit eru 467.673 tals­ins. Staðfest smit eru ein­göngu fleiri í Banda­ríkj­un­um og Bras­il­íu.

Efnahagur landsins er í lamasessi vegna strangra aðgerða í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Af þeim sökum er Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sögulega óvinsæll í embætti.

„Ég trúi honum ekki lengur,“ segir Milana, rússnesk kona, um forsetann í samtali við blaðamann BBC.

„Ég treysti honum ekki,“ bætir hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert