Mikið fjölmenni á götum London eftir tilslökun

Mikið fjölmenni var víða á götum í London eftir að …
Mikið fjölmenni var víða á götum í London eftir að tilslakanir á samkomubanni tóku þar gildi í gær. Var meðal annars heimilt að opna bari í fyrsta skipti í um þrjá mánuði. Þessi mynd er tekin í Soho hverfinu þar sem fólk flykktist út á götu. AFP

Stærsta einstaka skref í tilslökunum á samkomubanni vegna kórónuveirunnar í Bretlandi var stigið í gær. Þar voru hárgreiðslustofu,  veit­ingastaðir, kvik­mynda­hús og bar­ir voru opnuð að nýju auk þess sem fólki var heimilt að heimsækja heimili annars fólks að nýju. Þá máttu kirkjur og trúarhof einnig opna, en að hámarki 30 mega sækja messur samtímis.

Lítið fór fyrir eins metra reglunni víða í London í …
Lítið fór fyrir eins metra reglunni víða í London í gær. AFP

Breytingarnar á tilslökununum komu hvað best í ljós þegar líða tók á gærkvöldið og fólk streymdi út á næturlífið. Víða mátti sjá stappfullar götur af fólki sem var mætt út til að skemmta sér.

Lögreglumenn voru víða á vakt í London í gær, fyrsta …
Lögreglumenn voru víða á vakt í London í gær, fyrsta kvöldið eftir tilslakanir. AFP

John Apter, formaður landssambands lögreglumanna, sagði við Guardian að ljóst væri að drukkið fólk geti ekki virt reglur um samskiptafjarlægð (e. social distance), en eins og meðfylgjandi myndir frá Soho hverfinu í London sýna virtu fjölmargir reglur um eins metra fjarlægð að vettugi.

Fólk skemmti sér á götum London í gærkvöldi.
Fólk skemmti sér á götum London í gærkvöldi. AFP
mbl.is