Michael Cohen aftur í fangelsi

Cohen hefur sést ítrekað á götum New York borgar eftir …
Cohen hefur sést ítrekað á götum New York borgar eftir að hafa verið látinn laus úr haldi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í fangelsinu. AFP

Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er aftur kominn í fangelsi eftir að hafa afplánað dóm sinn síðustu vikur í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. 

Cohen var látinn laus úr fangelsi í maí, en samkvæmt BBC var hann aftur fluttur í fangelsið eftir að hafa neitað að sæta skilmálum stofufangelsisins

Lögmaður Cohen, Jeffrey Levine, segir að samkvæmt skilmálunum mátti Cohen ekki ræða við fjölmiðla eða tjá sig á samfélagsmiðlum. 

2. júlí sást til Cohen á veitingastað á Manhattan þar sem hann fékk sér kvöldverð með eiginkonu sinni og öðru pari. 

Cohen fékk þriggja ára fangelsisdóm eftir að hafa lýst sig sekan um brot á lögum um kosningasjóði, meðal annars með því að greiða klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels fyrir að þegja um samband hennar við forsetann. 

mbl.is