Mælst verði til grímunotkunar í Danmörku

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, bar grímu, líkt og aðrir, á …
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, bar grímu, líkt og aðrir, á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel um helgina. AFP

Líklegt er að dönsk stjórnvöld muni mælast til þess að fólk noti grímur á almannafæri til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar þegar fer að hausta. Þetta segir Jens Lundgren, prógessor í smitsjúkdómum á danska ríkissjúkrahúsinu, í samtali við DR.

Engin grímuskylda er í Danmörku og engar ráðleggingar heldur um notkun þeirra, en Lundgren telur að það gæti breyst ef fjöldi nýrra tilfella eykst í haust. „Þegar nýjum smitum fer að fjölga, eins og viðbúið er, tek ég að við munum fara að sjá tilmæli um notkun gríma. Það er mín spá,“ segir Jens.

Alls er nú skylda að bera grímur, í einhverjum tilfellum, í 131 landi í heiminum en æði misjafnt er eftir löndum hversu víðtækar reglur um grímunotkun eru. Nú síðast var grímuskyldu komið á að nýju í Frakklandi, og ber fólki þar nú að bera grímu á almannafæri innandyra, svo sem á kaffihúsum, í verslunum eða bönkum.

Er það sett á eftir að nýjum tilfellum kórónuveirunnar tók að fjölga á ný. Þau sem ekki virða bannið þurfa að greiða sekt upp á 100 evrur (16 þús.kr.). Haft er eftir Jean Castex, nýjum forsætisráðherra Frakklands, að til skoðunar sé að útvíkka bannið þannig að það nái einnig til vinnustaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert