Danir mæla með notkun gríma

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Dönsk yfirvöld mæla núna með því að andlitsgrímur verði notaðar í almenningssamgöngum til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar.

Aðeins nokkrir dagar eru liðnir síðan þau sögðu að ekki væri þörf á því.

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku segja að þrátt fyrir þessi tilmæli „sé útbreiðsla sýkinga sem stendur lítil í Danmörku“.

Áfram sé mikilvægt að halda öruggri fjarlægð frá öðrum og þrífa hendurnar vel og reglulega en þar sem fleiri eru byrjaðir að nota almenningssamgöngur við opnun samfélagsins sé „erfiðara að viðhalda fjarlægðarmörkum,“ að sögn Søren Brostrøm, yfirmanns hjá danska heilbrigðisráðuneytinu.

Fyrir nokkrum dögum sagði Brostrøm við DR að grímur„væru óþarfi í núverandi ástandi þegar við erum með mjög lítið af nýjum smitum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert