Vilji ná samningum fyrir 15. október

Boris Johnsson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnsson forsætisráðherra Bretlands. AFP

Reiknað er með því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni að ef viðskiptasamningar náist ekki milli Bretlands og Evrópusambandsins fyrir 15. október ættu báðir aðilar að „sætta sig við það og halda áfram“.

BBC greinir frá þessu.

Lokakaflinn í samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið er að hefjast, en Bretland gekk úr sambandinu í janúar 2020. Hið svokallaða aðlögunartímabil stendur nú yfir og lýkur hinn 31. janúar 2021.

Báðir aðilar hafa náð sáttum um útgöngusamning Breta, en greinir enn á um skilmála viðskiptasamninga milli Bretlands og ESB, og standa samningaviðræður nú yfir.

David Forst, sem fer fyrir samninganefnd Breta, sagði fyrr í dag að Bretar væru ekki „hræddir” við að ganga frá samningaborðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert