Hrynur í verði vegna peningaþvættismáls

Hlutir í Deutsche Bank féllu um 8% rétt eftir hádegi …
Hlutir í Deutsche Bank féllu um 8% rétt eftir hádegi í dag. AFP

Hlutir í hinum þýska Deutsche Bank hafa hrunið í verði í kjölfar FinCEN-lekans, en í skjölunum sem lekið var kemur fram að bankinn hafi verið flæktur í meint peningaþvættismál þegar núverandi framkvæmdarstjóri bankans, Christian Sewing var yfirmaður endurskoðunardeildar bankans.

Hlutir í bankanum féllu um 8% rétt eftir hádegi í dag að þýskum tíma. DAX-vísitalan féll um rúm 3% á sama tíma.

Fjölmiðlar um heim allan greina nú frá innihaldi hinna svokölluðu FinCEN-skjala, sem var lekið til Buzzfeed. Sum skjölin benda til þess að margir stærstu bankar heims hafi verið flæktir í peningaþvætti og aðra glæpi.

Christian Sewing, framkvæmdarstjóri Deutsche Bank.
Christian Sewing, framkvæmdarstjóri Deutsche Bank. AFP
mbl.is