Ísland á rauðum lista Danmerkur

Fólk nýtur lífsins á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.
Fólk nýtur lífsins á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. AFP

Íslandi, Írlandi, Bretlandi og Slóveníu var í dag bætt á rauðan lista danskra stjórnvalda yfir ríki sem fólki er ráðið frá því að ferðast til nema brýna nauðsyn beri til. Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Þá er einungis heimilt að ferðast frá Íslandi til Danmerkur hafi maður brýna ástæðu til, svo sem búi þar eða eigi þar maka.

Á listanum eru þau ríki þar sem yfir 30 tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest á hverja 100.000 íbúa síðustu viku. 291 tilfelli hefur greinst hér á landi síðustu vikuna eða um 80 á hverja 100.000 íbúa og þarf niðurstaðan því ekki að koma á óvart. Ísland er eitt Norðurlanda á listanum en þó í hópi með flestum Evrópuríkjum.

mbl.is