Bannað að kenna eftir að barn fékk martraðir

Sylvain Helaine.
Sylvain Helaine. AFP

Sylvain Helaine, húðflúraðasti maður Frakklands, segir að honum hafi verið meinað um að starfa á leikskóla eftir að foreldri kvartaði undan því að barn þess fékk martraðir eftir að hafa séð Helaine. 

Helaine kennir í dag börnum á grunnskólaaldri. 

Samkvæmt BBC segir Helaine að hann hafi ekki kennt því barni hvers foreldri kvartaði undan honum. Hann segir að nemendur sínir kippi sér ekki upp við útlit sitt þar sem þeir þekki hann. 

Helaine kenndi við skóla í Palaiseau, nærri París, á síðasti ári þegar þriggja ára barn í skólanum sagði við foreldra sína að það hafði fengið martraðir eftir að hafa séð Helaine. Foreldrar barnsins kvörtuðu þá til menntamálayfirvalda í borginni. Nærri tveimur mánuðum síðar var Helaine upplýstur um það að hann fengi ekki lengur að kenna börnum á leikskólaaldri. 

Helaine segir ákvörðunina hafa verið sorglega þar sem útlit hans geti kennt börnum að viðurkenna fólk sem lítur öðruvísi út en þau sjálf. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert