Dauðarefsing fyrir að eitra fyrir nemendum

Wang Yun var handtekin í kjölfar þess að börnin voru …
Wang Yun var handtekin í kjölfar þess að börnin voru flutt á sjúkrahús af leikskóla í borginni Jiazuo eftir að hafa borðað morgungrautinn. AFP

Kínverskur leikskólakennari hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa eitrað fyrir 25 börnum í mars á síðasta ári. Eitt barnanna lést vegna eitrunarinnar, að því er segir í frétt BBC.

Wang Yun var handtekin í kjölfar þess að börnin voru flutt á sjúkrahús af leikskóla í borginni Jiazuo eftir að hafa borðað morgungrautinn.

Samkvæmt dómnum hafði Wang sett natríumnítrít í grautinn hjá börnum í hópi annars leikskólakennara, sem hún hafði rifist við. Er Wang lýst sem fyrirlitlegri og illgjarni.

Málið komst í hámæli í Kína sem og erlendis eftir að lögreglurannsókn var sett af stað vegna málsins, en 23 barnanna hófu að kasta upp og falla í yfirlið eftir morgunmatinn.

Eitt barnanna lést eftir 10 mánaða veru á spítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert