Tvær tegundir flugpokadýra uppgötvuðust

Pokadýrin líkjast helst böngsum barna.
Pokadýrin líkjast helst böngsum barna. Ljósmynd/Josh Bowell

Nýjar tegundir flugpokadýra uppgötvuðust í Ástralíu á dögunum með nýrri genarannsókn og er því ljóst að tegundirnar eru þrjár, ekki ein eins og áður var talið. 

Vísindamenn segja að niðurstöðurnar ættu að hvetja til vinnu til að skilja betur tegundirnar þrjár sem eru í hættu vegna hækkandi hitastigs og gróðurelda. 

„Líffræðilegur fjölbreytileiki Ástralíu jókst mikið með þessu. Það er ekki á hverjum degi sem ný spendýr finnast, hvað þá tvö spendýr,“ sagði James Cook, einn höfunda rannsóknarinnar.

Norræna tegundin er hér efst til vinstri, sú sem býr …
Norræna tegundin er hér efst til vinstri, sú sem býr í miðri Ástralíu neðst til vinstri og sú sem býr í suðri sést hér til hægri. Ljósmynd/Josh Bowell

Þessi loðnu fljúgandi dýr eru jafnan á stærð við pokarottu en því norðar sem þau búa því minni eru þau. Dýrin búa í skógum Ástralíu. Þau troða sér inn um holur á trjám á nóttunni og klifra upp í allt að 100 metra hæð til að ná sér í lauf af gúmmítrjám en slík lauf eru eina fæða flugpokadýranna. 

Mjög lítið er vitað um nýju tegundirnar en þær búa á ólíkum svæðum í Ástralíu. Um nokkurn tíma hafa vísindamenn velt því fyrir sér hvort fleiri tegundir flugpokadýra séu til og nú hafa þeir loks sannanir fyrir því með fyrrnefndri genarannsókn sem Cook segir að muni breyta því algjörlega hvernig fólk hugsi um þau. 

Frétt Sunday Morning Herald

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert