Bjóða öðrum ríkjum bóluefni

Vladimir Pútín, Rússlandsforseti.
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, greindi frá því á fundi G20-ríkjanna að Rússar væru tilbúnir til að deila bóluefninu, Sputnik V, með öðrum löndum. Þannig verði skammtar sendir til þeirra landa sem þess óska. Reuters greinir frá. 

Á fundinum greindi Pútín sömuleiðis frá því að tvö önnur bóluefni væru í vinnslu, sem jafnframt væru langt komin í undirbúningi. 

Pútín sagði að þróun bóluefnis væri „sameiginlegt markmið“ allra landa. Þá væri best að hafa sem flesta möguleika í þeim efnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert