26 þúsund afgönsk börn drepin eða limlest

Afganistan er eitt ellefu hættulegustu landa heims fyrir börn.
Afganistan er eitt ellefu hættulegustu landa heims fyrir börn. AFP

Fimm afgönsk börn hafa verið drepin eða lemstruð að meðaltali á degi hverjum síðastliðin 14 ár sem stríð hefur geysað í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum voru rúmlega 26 þúsund börn verið drepin eða limlest í landinu frá 2005 til 2019.

Barnaheill (e. Save the Children) hafa biðlað til styrktaraðila að tryggja framtíð afganskra barna, en ofbeldi hefur aukist að nýju í landinu í kjölfar tafa á friðarviðræðum og hörfun bandaríska hersins.

Afganistan er eitt ellefu hættulegustu landa heims fyrir börn samkvæmt Barnaheillum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert