Kviknaði í kyrrstæðri flugvél British Airways

British Airways Boeing 747 flugvél á flugi yfir London í …
British Airways Boeing 747 flugvél á flugi yfir London í síðasta skipti í október. AFP

Samkvæmt myndböndum á samfélagsmiðlum kviknaði í flugvél British Airways af gerðinni Boeing 747 sem staðið hefur í flughlaði á Castellón - Costa Azahar flugvellingum á Austur-Spáni.

Flugvélin virðist vera ein af nokkrum Boeing 747 G-CIVD sem sendar voru til Spánar í úreldingu. British Airways tóku að minnka flota sinn og úrelda eldri vélar sínar fyrr á þessu ári í kjölfar minnkandi eftirspurnar eftir flugsætum. 

Samkvæmt Simple Flying áttu vélarnar ýmist að fara í niðurrif, á söfn eða vera notaðar í önnur verkefni s.s. sem kvikmyndaleikmunir.

mbl.is