Nokkrir látnir eftir sprengingu í Bretlandi

Ekki liggur fyrir hversu margir eru látnir.
Ekki liggur fyrir hversu margir eru látnir. Ljósmynd/BBC

Lögregluyfirvöld í Bristol segja að nokkur dauðsföll hafi orðið þegar stór sprenging varð í skólphreinsunarstöð í Avonmouth, iðnaðarhveri í útjaðri borgarinnar. Ekki er ljóst hve margir létust og er þyrla lögreglu nú að leita einhverra sem er saknað.

Viðbragðsaðilar voru kallaðir á vettvang rétt fyrir hálf 12 að staðaratíma í dag, að því er fram kemur í frétt BBC, og segja að atvikið sé alvarlegt. Vitni segjast hafa heyrt sprengingu sem var svo há að byggingar í kring nötruðu. Einhverjir segjast hafa séð um 10 sjúkrabíla þeysast á vettvang.

Bristol Waste, eigendur skólphreinsistöðvarinnar, segja á Twitter að stöðinni hafi verið lokað vegna atviksins.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert