Stefna á framleiðslu á 600 milljónum skammta

AFP

Kínverska lyfjafyrirtækið Sinovac Biotech hefur tryggt sér hálfan milljarð bandaríkjadala í viðbótarfjármagn til að koma bóluefni fyrirtækisins á markað. Unnið er að því að koma bóluefninu á almennan markað.

Samkvæmt opinberum tölum hefur tekist að ná tökum á farsóttinni í Kína en þar er aðeins 281 virkt smit í gangi samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum. Þau hafa heitið því að bóluefnið verði í boði fyrir almenning en þau voru harðlega gagnrýnd á sínum tíma fyrir hvernig brugðist var við á árdögum Covid-19.

Lækningarannsóknarfyrirtækið Sino Biopharmaceutical Limited, sem er skráð á markað í Hong Kong tilkynnti í dag að það hefði sett 515 milljónir bandaríkjadala í þróun og framleiðslu á CoronaVac, sem er það bóluefni Sinovac sem þykir lofa góðu.

Sinovac segir að fjármagnið verði nýtt í frekari þróun og framleiðslu á CoronaVac. Vonir standa til að hægt verði að framleiða 600 milljónir skammta fyrir árslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert