Górillur smituðust af Covid

Átta górillur í San Diego Zoo Safari Park hafa greinst …
Átta górillur í San Diego Zoo Safari Park hafa greinst með kórónuveiruna. AFP

Nokkrar górillur í dýragarðinum San Diego Zoo Safari Park hafa greinst með kórónuveiruna. Talið er að um sé að ræða fyrstu prímatana sem staðfest hefur verið að smitast hafi haf Covid-19 í Bandaríkjunum og jafnvel í heiminum.

Forstjóri garðsins sagði AP fréttastofunni að átta górillur sem búi saman hafi verið greindar með kórónuveiruna og að nokkrar þeirra hafi verið með hósta.

Útlit er fyrir að górillurnar hafi sýkst af starfsmanni dýragarðsins sem greindist með veiruna. Hann var þó einkennalaus og bar ávallt grímu í kring um górillurnar.

Dýragarðurinn hefur verið lokaður síðan 6. desember vegna kórónuveirufaraldursins.

Dýralæknar fylgjast náið með ástandi górillanna, sem verða áfram í garðinum. Þar fá þær vítamín, vökva og mat en hafa ekki fengið neina frekari meðferð við veirunni enn sem komið er.

Áður er vitað til þess að minkar og tígrisdýr hafi smitast af kórónuveirunni. Ekki liggur fyrir hvort górillur geti veikst alvarlega af veirunni.

Frétt ABC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert