Allt til reiðu fyrir útförina

Lögregla stendur vörð um Windsor-kastala í dag.
Lögregla stendur vörð um Windsor-kastala í dag. AFP

Filippus, eiginmaður Elísabetar 2. Bretadrottningar og hertogi af Edinborg, verður borinn til grafar í dag. Útförin verður lágstemmd miðað við það sem venjulega tíðkast, bæði að ósk hertogans sjálfs og einnig vegna heimsfaraldursins.

Smella má á grafið til að sjá það stærra.
Smella má á grafið til að sjá það stærra.

Einungis 30 manns verða viðstaddir sjálfa athöfnina vegna sóttvarnaráðstafana, en hún verður sýnd í beinni útsendingu víða um veröld.

Athöfnin mun endurspegla ævi Filippusar og feril, en hann var foringi í breska flotanum þar til Elísabet varð drottning árið 1952. Nick Carter, yfirmaður breska herráðsins, sagði að athöfnin myndi vera minnisvarði um langa og góða ævi hertogans, á sama tíma og hún myndi sýna hversu mjög hann væri virtur meðal breskra hermanna.

Lík Filippusar verður flutt til athafnarinnar í sérhönnuðum Land Rover-jeppa, en hertoginn kom sjálfur að hönnuninni. Voru fyrstu drög að jeppanum gerð árið 2003. Athöfnin hefst kl. 13.40 að íslenskum tíma, og verður hertoginn lagður tímabundið til hvílu í grafhvelfingu konungsfjölskyldunnar að henni lokinni, en hann mun að endingu hvíla við hlið Elísabetar, eiginkonu sinnar til 73 ára, þegar hún kveður þennan heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert