Rússneskum diplómata vísað frá Úkraínu

Höfuðstöðvar utanríkisráðuneytis Rússlands í Moskvu.
Höfuðstöðvar utanríkisráðuneytis Rússlands í Moskvu. AFP

Utanríkisráðuneyti Úkraínu tilkynnti í dag að rússneskum diplómata hefði verið vísað úr landi. Um er að ræða viðbrögð við fyrirskipunum Rússa um að konsúll Úkraínu í Sankti-Pétursborg skyldi yfirgefa landið. Hann var sakaður um að reyna að komast yfir viðkvæmar upplýsingar. 

„Úkraínska utanríkisráðuneytið sendi í dag frá sér bréf sem lýsti einn ráðgjafa í rússneska sendiráðinu í Kiev persona non grata,“ sagði Oleg Nikolenko, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Úkraínu, við fréttastofu AFP. 

„Hann þarf að yfirgefa svæðið innan þriggja sólarhringa,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina