Trump og dauðinn

Þeim, sem íhuga dauða sinn, líkar betur við Donald Trump, …
Þeim, sem íhuga dauða sinn, líkar betur við Donald Trump, hinn umdeilda fyrrverandi Bandaríkjaforseta. AFP

Árið 2016 var hópur fólks í Bandaríkjunum beðinn um að skrifa niður hugleiðingar sínar um dauða sinn og dauðleika. Annar hópur leysti svipað verkefni er varðaði sársauka, ekki dauða. Eftir á var fólk í fyrri hópnum líklegra til að sýna neikvætt viðhorf til innflytjenda, vera á móti byggingu mosku í hverfi þess og styðja Donald Trump sem þá bauð sig fram sem forseta gegn Hillary Clinton. Hvað í ósköpunum getur útskýrt þessar niðurstöður?

Í óttastjórnunarkenningunni (e. terror management theory) er gert ráð fyrir því að vegna vitneskju okkar um að við munum einn daginn deyja höfum við tekið ástfóstri við sameiginlega menningarlega heimsýn sem kemur í veg fyrir að við metum líf okkar sem tilgangslaust. Í gegnum þessa heimsýn sjáum við okkur sem hluta af stærra samhengi sem, ólíkt okkur, hverfur ekki eftir dauða okkar. Líf okkar og við sjálf höfum því tilgang.

Augljósasta dæmið um þetta er hugmyndin um líf eftir dauðann sem finna má í einhverju formi í nánast öllum trúarbrögðum. En önnur samfélagsleg gildi, jafnvel þau sem hafa lítið sem ekkert að gera með dauðann, sinna þessu hlutverki einnig. Þar má nefna þjóðarstolt, kynjahlutverk og þá hugmynd að við lifum áfram í gegnum afkomendur okkar.

Dauðinn kallar fram náðarvald

En hvað með Trump? Af hverju er hann vinsælli hjá þeim sem hafa verið minntir á dauðleika sinn? Í kenningunni er gert ráð fyrir að leiðtogar sem búa yfir því sem félagsfræðingurinn Max Weber kallaði náðarvald séu vinsælli hjá fólki sem hefur verið minnt á dauða sinn. Slíkir leiðtogar leiða hóp fólks sem er svo hrifið af þeim að það eignar þeim jafnvel yfirnáttúrulega hæfileika.

George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, varð gríðarlega vinsæll meðal landa sinna eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001 og sömu sögu má segja um Donald Trump, þáverandi forsetaframbjóðanda, eftir árásirnar í París í nóvember 2015.

Nánar er fjallað um dauðann og hvernig hugsanir um hann hafa áhrif á líf okkar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »