Settist í vitlaust sæti

Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. AFP

Eftir að atkvæðagreiðslu lauk á ísraelska þinginu í gær og ný ríkisstjórn hafði verið samþykkt kom upp óþægilegt atvik þegar Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, settist í sæti forsætisráðherrans. 

Þurftu þingmenn að minna Netanyahu á að nú sæti hann með stjórnarandstöðunni og sæti forsætisráðherrans væri ekki lengur hans. 

Naftali Bennett mun gegna embætti forsætisráðherra fram í september 2023, en þá tekur Yesh Atid við völdum síðari tvö ár kjörtímabilsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert