Timanovskaya flogin til Vínar

Krystsina Tsimanouskaya, kveður á Narita Narita flugvellinum í Japan er …
Krystsina Tsimanouskaya, kveður á Narita Narita flugvellinum í Japan er hún stígur um borð í flugvél til Vínar. AFP

Krystina Timanovskaya, 24 ára hvítrússneski spretthlauparinn sem sótti um landvistarleyfi í Póllandi í sendiráðinu í Japan vegna ótta um öryggi sitt, steig um borð í flugvél til Vínar í morgun. 

BBC greinir frá. 

Kryst­ina Timanovskaya sagðist hafa verið neydd til þess að yf­ir­gefa Ólymp­íu­leik­ana í Tókýó í kjöl­far þess að hún gagn­rýndi vinnu­brögð íþrótta­sam­bands Hvíta-Rúss­lands.

Þá fékk hún landvistarleyfi í Póllandi og alþjóðaólympíunefndin hefur krafið yfirvöld í Hvíta-Rússlandi svara vegna meintrar meðferðar á Timanovskayu. 

Krystsina Tsimanouskaya á Narita flugvelli í Japan ásamt fylgdarliði.
Krystsina Tsimanouskaya á Narita flugvelli í Japan ásamt fylgdarliði. AFP

 

Upphaflega var gert ráð fyrir að hún myndi fljúga beint til Varsjár, vegna landvistarleyfis síns þar, en skipt var um áfangastað með skömmum fyrirvara að sögn starfsmanna á flugvellinum. 

Timanovskaya segir í samtali við BBC að mótmæli hennar hafi ekki verið af pólitískum toga; hún elski land sitt og myndi aldrei svíkja það. 

Öllu heldur hafi mótmæli hennar snúið að einstaka ákvörðunum embættismanna í ólympíuefnd Hvíta-Rússlands. 

Viðtal fréttastofu BBC við Timanovskayu má sjá hér:

mbl.is