Hleypa vatni kjarnorkuvers út í sjó

TEPCO kemur að þessu.
TEPCO kemur að þessu. AFP

Stjórnendur Fukushima-kjarnorkuversins í Japan kynntu í dag áform um að reisa neðansjávargöng til að losa meira en milljón tonn af meðhöndluðu vatni frá verinu í sjóinn.

Áætlunin um byggingu ganganna var tilkynnt eftir að japönsk stjórnvöld ákváðu í apríl að losa uppsafnað vatn á tveggja ára tímabili.

Ráðherrar í ríkisstjórn Japans segja losunina örugga vegna þess að vatnið muni vera síað og fjarlægir nánast öll geislavirk frumefni en það getur þó ekki síað þrívetni, einnig verði það þynnt. Sérfræðingar segja frumefnið þrívetni einungis skaðlegt mönnum í stórum skömmtum.

Ákvörðun japanskra yfirvalda féll ekki í kramið hjá nágrannaríkjum né hjá innlendum sjávarútvegssamfélögum en þau óttast að losun vatnsins muni grafa undan margar ára vinnu þeirra við að endurheimta traust á sjávarafurðum þeirra.

„Við munum útskýra ítarlega öryggisstefnu okkar og þær ráðstafanir sem við gerum gegn mannorðstjóns, svo að við getum eytt áhyggjum fólks sem stundar sjávarútveg og aðrar atvinnugreinar“, sagði Ono.

Stefnt er á að Tokyo Electric Power Co (TEPCO) hefji byggingu ganganna í mars 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert