Kastaði líkinu fyrir borð

Grískur sjómaðurinn veiddi lík í net sín og kastaði því …
Grískur sjómaðurinn veiddi lík í net sín og kastaði því síðan fyrir borð. AFP

Grískur sjómaður var handtekinn í dag eftir að upp komast að hann hefði fleygt líki annars sjómanns fyrir borð eftir að hafa fiskað það upp úr sjónum með neti. Sjómaðurinn verður ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á því að upplýsa um uppgötvun á líkinu.

Atvikið átti sér stað í gær en þann sama dag hafði verið lýst eftir týndum 74 ára sjómanni sem hafði farið á spjótveiðar nærri strandlengju Pelion í Grikklandi. Lík mannsins fannst að lokum en senda þurfti þrjá eftirlitsbáta og kafara eftir því.

„74 ára maðurinn var hífður upp og svo kastað aftur í sjóinn á meðan hann var enn í netinu,“ sagði í yfirlýsingu strandgæslunnar.

mbl.is