70 þúsund heimili eyðilagst á Taílandi

Íbúi ofan í vatni í taílenska héraðinu Ayutthaya.
Íbúi ofan í vatni í taílenska héraðinu Ayutthaya. AFP

Um 70 þúsund heimili hafa eyðilagst í flóðum á Taílandi og sex hafa látist.

Mikil flóð af völdum hitabeltisstormsins Dianmu hafa verið í 30 héruðum á Taílandi og hefur mesta tjónið orðið í miðhluta landsins.

Vatnsborð árinnar Chao Phraya sem rennur í gegnum höfuðborgina Bangkok hækkar jafnt og þétt og reyna yfirvöld hvað þau geta til að vernda borgina.

AFP

Hermenn hafa sett upp hindranir og poka fulla af sandi til að vernda merkar fornleifar og kennileiti, ásamt hverfum í gömlu konunglegu höfuðborginni Ayutthaya, um 60 kílómetrum norður af Bangkok.

Vonast er til að yfirvöldum takist að koma í veg fyrir álíka hamfarir og árið 2011 þegar fimmtungur borgarinnar lenti undir vatni og yfir 500 manns létust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert