Metár í netsvikum

Fjársvikarar komust yfir um 77 milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa …
Fjársvikarar komust yfir um 77 milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. AFP

Fjársvikarar komust yfir um 590 milljón dollara,  sem samsvarar 77 milljarða króna, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, að því er fjármálastofnanir hafa tilkynnt um samkvæmt skýrslu bandaríska fjármálaráðuneytisins.

Það voru greiðslur tengdar fjársvikum (e. ransomware-related payments) sem ráðuneytið telur að hafi numið þessari upphæð.

Samkvæmt skýrslunni er upphæðin 42% hærri heldur en upphæð svika sem tilkynnt var um í heild sinni árið 2020, sem gefur til kynna að toppinum hefur sannarlega verið náð í netsvikum þetta árið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert