Þriggja leitað í Noregi

Óttast er að mennirnir hafa fallið útbyrðis þar sem mikið …
Óttast er að mennirnir hafa fallið útbyrðis þar sem mikið rennsli er í ánni. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Viðamikil leit stendur yfir af þremur mönnum sem höfðu verið í árabáti við straummikla á í Hörðlandsfylki í Vestur-Noregi í kvöld. Vont veður er á staðnum og því ekki hægt að nota þyrlu við leitina.

Að því sem segir í frétt norska ríkisútvarpsins er talið að mennirnir hafi verið að róa yfir ánna en að sögn vitna, sem höfðu fylgst með för bátsins, greip straumurinn bátinn og færði hann í átt að stíflu.

Óttast er að mennirnir hafa fallið útbyrðis þar sem mikið rennsli er í ánni. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á svæðinu eru kafarar, björgunarhundar, rauði krossinn og slökkviliðið allir að annast leitina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert