Borgarstjóri Los Angeles smitaður í Glasgow

Borgarstjóri Los Angeles, Eric Garcetti.
Borgarstjóri Los Angeles, Eric Garcetti. AFP

Eric Garcetti borgarstjóri Los Angeles, sem er nú staddur í Glasgow fyrir loftslagsráðstefnuna COP26, hefur greinst með Covid-19.

Samkvæmt tísti frá reikningi borgarstjórans á Twitter er hann í einangrun á hótelherbergi sínu í Glasgow og líður vel. Einnig kemur fram að borgarstjórinn sé fullbólusettur.

Í færslunni er staðsetning hótelsins ekki tilgreind en en Alex Comisar, talsmaður Garcetti, staðfesti við fréttastofu AP að borgarstjórinn væri í Glasgow.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert