Strandaglópar komnir í öruggt skjól

Fannfergið er svo mikið að íbúar hafa aldrei séð annað …
Fannfergið er svo mikið að íbúar hafa aldrei séð annað eins. AFP

Hundruðum einstaklinga sem festust í bílum sínum í miklu fannfergi og hríðarbyl í bænum Murree í Pakistan á föstudag hefur verið komið í öruggt skjól. Björgunaraðilar reyna nú að rýma vegi svo fólk komist leiðar sinnar, en tré féllu víða á vegi og lokuðu þeim. BBC greinir frá.

22 létust eftir að þeir festust í bílum sínum, þar …
22 létust eftir að þeir festust í bílum sínum, þar á meðal tvær fjölskyldur. AFP

Lögregla telur að allt að 500 fjölskyldur hafi orðið strandaglópar þegar fólk flykktist í bæinn til að berja hið mikla fannfergi augum. Að minnsta kosti 22 létust þegar þeir festust í bílum, þar á meðal tvær fjölskyldur, önnur átta manna og hin fimm manna. Fólk lést bæði úr kulda og vegna útblástursmengunar.

Björgunaraðilar reyna að losa bíla úr snjónum.
Björgunaraðilar reyna að losa bíla úr snjónum. AFP

Gas- og vatnsbirgðir eru af skornum skammti á svæðinu en íbúar og eigendur veitingastaða hafa komið strandaglópunum til hjálpar með því að gefa teppi og mat. Fannfergið er svo mikið að íbúar hafa aldrei séð annað eins.

Murre er um 70 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Islamabad og þangað er vinsælt að fara í dagsferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert