Mögulega búið að finna þann sem sveik Önnu Frank

Anna Frank lést í útrýmingarbúðum nasista.
Anna Frank lést í útrýmingarbúðum nasista. Ljósmynd/Wikipedia.org

Í nýrri bók kanadíska rithöfundarins Rosemary Sullivan, þar sem sagt er frá rannsókn fyrrverandi lögreglumanni alríkislöglegrunnar, Vinvent Pankok, er fullyrt um hver plataði Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista í síðari heimsstyrjöldinni. 

Anna Frank skrifaði án efa þekktustu dagbók sem um getur, sem hún skrifaði í felum frá téðum nasistum. 

Arnold van Bergh, lögfræðingur sem sjálfur var gyðingur, er þannig talinn hafa sagt til Önnu Frank og fjölskyldu hennar til þess að bjarga eigin fjölskyldu úr klóm nasista. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók Sullivan, The Betrayal of Anne Frank, sem skrifuð var í kjölfar sex ára rannsóknarvinnu hennar. 

Gögn eru sögð styðja þá fullyrðingu að van Bergh, sem lést árið 1950, hafi sagt til Önnu Frank og fjölskyldu hennar. Þar á meðal er nafnlaust bréf sem sent var til Otto, föður Önnu, eftir að heimsstyrjöldinni lauk þar sem fram kemur að van Bergh sé „svikarinn“.

Talsmenn sérstaks safns um Önnu Frank í Amsterdam, höfuðborg Hollands, segja að fullyrðingarnar í bókinni séu „áhugaverðar kenningar“ sem vert sé að kanna frekar. 

Óvarlegt að fullyrða ennþá

Margvíslegar kenningar hafa verið um hvernig það kom til að nasistar réðust inn í hús Önnu Frank og fjölskyldu hennar 4. ágúst 1944, þar sem þau höfðu falið sig frá helförinni í um tvö ár. 

Nafn van de Berghs hefur áður komið fram í þessu sambandi en flestir sérfræðingar hafa ekki gefið því gaum fyrr en nú. 

Arnold van de Bergh var einn þeirra sem var gert að sitja í ráði gyðinga, sem naistarnir létu gyðinga setja á fót til að skipuleggja brottflutninga eigin trúbræðra í útrýmingabúðir. 

Í þeirri stöðu tókst honum að koma fjölskyldu sinni frá því að verða brottflutt. Áður en yfir lauk var fjölskylda van de Berghs send í útrýmingabúðir nasista. 

Safnstjóri Önnu Frank-safnsins í Amsterdam sagði við blaðamenn AFP að ekki væri enn hægt að slá neinu á fast. 

„Þú verður að fara ansi varlega ef þú ætlar að gera einhvern í sögunni að manneskjunni sem sveik Önnu Frank án þess að vera 100 eða 200% viss.“

mbl.is