Forseti Armeníu segir af sér

Armen Sarkissian ræðir hér við varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku …
Armen Sarkissian ræðir hér við varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna. AFP

Armen Sarkissian, forseti Armeníu, sagði af sér sem forseti ríkisins í dag. Sarkissian greindi frá þessu í tillkynningu á vefsíðu sinni síðdegis.

Í tilkynningunni rekur Sarkissian aðdraganda og atburði í forsetatíð sinni sem hófst árið 2018. Þar segir hann auk þess að Armenía sé að ganga í gegnum erfiða tíma.

Stóð í stappi við forsætisráðherra

Sarkissian og forsætisráðherra Armeníu, Nikol Pashinyan, fóru í hár saman vegna nokkurra mála á síðasta ári, þar á meðal vegna brottreksturs hershöfðingja Armeníu.

Átök brutust út milli Armeníu og Aser­baíd­sj­an seint á síðasta ári en ríkin sömdu um vopnahlé með milligöngu Rússa í nóvember.

Forsetinn fráfarandi endar á því að þakka borgurum Armeníu nær og fjær fyrir dugnað og styrk á erfiðum tímum. Þá þakkar hann einnig hermönnum og starfsfólki skrifstofu forsetans fyrir góða samvinnu. 

mbl.is