Kim hafði yfirumsjón með tilraunaskotinu

Kim Jong-un glaðbeittur ásamt hermönnum á meðan á tilraunaskotinu stóð.
Kim Jong-un glaðbeittur ásamt hermönnum á meðan á tilraunaskotinu stóð. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafði yfirumsjón með tilraunaskoti á stærstu langdrægu eldflaug þjóðarinnar.

Með því vildi hann tryggja að þjóð hans væri tilbúin fyrir „langvarandi deilu“ við Bandaríkin, að sögn ríkisfjölmiðils Norður-Kóreu.

Eldflaugin sem um ræðir.
Eldflaugin sem um ræðir. AFP

Eldflauginni af tegundinni ICBM var skotið á loft í gær og var þetta í fyrsta sinn sem slíkri flaug er skotið á loft í landinu síðan árið 2017.

Kim Jong-un fagnar tilraunaskotinu með tveimur hermönnum.
Kim Jong-un fagnar tilraunaskotinu með tveimur hermönnum. AFP

Svo virðist sem  hún hafi ferðast lengra og hærra en nokkrar aðrar flaugar landsins til þessa, þar á meðal lengra en einni sem er smíðuð til að geta náð til meginlands Bandaríkjanna.

Tilraunaskot „nýrrar tegundar langdrægar eldflaugar“ var framkvæmt undir „beinni  leiðsögn“ leiðtogans Kims, sagði í frétt KCNA.

Norðurkóreski leiðtoginn á gangi ásamt hermönnum. Eldflaugin er í bakgrunni.
Norðurkóreski leiðtoginn á gangi ásamt hermönnum. Eldflaugin er í bakgrunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert