Vill eyða pening í „örugga skóla“ frekar en í Úkraínu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, á ársþinginu í nótt.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, á ársþinginu í nótt. AFP

Bandaríkin eiga að forgangsraða fjármagni í „örugga skóla“ frekar en í hernaðaraðstoð til Úkraínu. 

Þetta sagði Donald Trump, fyrrverandi bandaríkjaforseti, á ársþingi NRA (e. National Riffel Association), landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, í nótt. 

Aðeins þrír sólarhringar eru síðan nítján börn voru myrt í skólaskotárás í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum. 

Ef að Bandaríkin geta sent milljarða dala til Úkraínu „ættum við að geta gert hvað sem þarf til þess að tryggja öryggi barna okkar,“ sagði Trump á ársþinginu, sem er stærsta samankoma byssueigenda og áhugamanna í Bandaríkunum. 

„Við eyddum billjónum í Írak og Afganistan, og fengum ekkert út úr því,“ sagði fyrrverandi forsetinn við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. 

„Áður en við byggjum upp samfélög um allan heim, ættum við að vera að byggja örugga skóla fyrir okkar eigin börn í okkar eigin landi,“ hélt Trump áfram. 

Myndskeið af ræðunni frá BBC má sjá hér að neðan: 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert